banner

Hefðbundið parket vs Plastparket

Hefðbundið parket vs Plastparket

Algengasta gólfefni nútíma heimila er viðargólf.  Þ.e.a.s. gólfin sjálf eru klædd með viðarfjölum, parketi eða harðvið.  Með því fæst fallegt og náttúrulegt útlit, þægilegt er að ganga á gólfinu og viður er almennt fallegur og tímalaus.

Í eldri húsum er að finna harðviðargólf sem hugsuð voru til lengri tíma.  Á nútíma heimilum er oft verið að kaupa ódýrari gólfefni eins og plastparket (Laminate).  Margir vilja fá náttúrulegt viðarútlit á plastparketverði.

Sama hvernig á það er litið, það eru kostir og gallar þegar borið er saman hefðbundið parket og nútíma plastparket.  Hér á eftir verður fjallað lauslega um kosti og galla þessa gólftegunda.

 

Kostnaður og verð

Kostnaður við ný gólfefni getur verið mikill og ekki í takt við það sem viðkomandi hefur efni á.  Ef komið er að endurnýjun eða viðgerð á gólfefnum er best er að hugleiða og kanna allan kostnað við hefðbundið parket og plastparket.

  • Hefðbundið parket: MÍNUS – Parket eru gerð úr felldum trjám, verð fer eftir hvaðan framleiðslan kemur.  Almennt er parket dýrara í kaupum og lagningu.
  • Plastparket: KOSTIR – Plastparket er gert úr samsettum við, pressað saman á háum hita.  Mynd af við er síðan sett ofan á samansetta viðinn til að gefa því náttúrulegt útlit.  Ekki bara að efniskostnaður sé ódýrari heldur er oft ódýrara hjá iðnaðarmönnum að leggja það líka.

 

Ending og slitþol

Best er að reyna að sjá fyrir og hafa í huga þá umferð sem skapast um gólfefnið á sérhverju heimili.  Álag og umferð getur verið svo mismunandi eftir fjölskyldum.  Slitþolið gólfefni gerir allt viðhald auðveldara og stenst betur ágang um árabil.

  • Hefðbundið parket: MÍNUS – Parket er viðkvæmara fyrir rispum, getur skemmst við raka og getur látið á sjá, sérstaklega þar sem mikill ágangur er á gólfefninu.  KOSTUR – Hefðbundið parket er ekta, er fallegt og getur aukið verðmæti eigna.
  • Plastparket: KOSTUR – Þar sem plastparket er gert út samþjöppuðum við, er það betur varið gegn rispum, raka og mikilli umferð.  Einnig er auðveldara að þrífa plastparket.  MÍNUS – Þó að plastparket sé slitsterkara er það ekki eins fallegt ásjár. Minni-gæða-plastparket gefa kannski ekki nógu náttúrulegt útlit.

 

Endurnýjun

Gólfefni er eitt af því sem væntanlega þarf viðhald á einhverjum tímapunkti. Frá minniháttar aðgerð til heildar endurnýjunar.  Hefðbundið parket og plastparket hafa ákveðna kosti og galla.

  • Hefðbundið parket: KOSTIR – Hægt er að slípa parketið upp, lakka og gera það eins og nýtt, jafnvel 2 – 3 sinnum.  Þetta gefur hefðbundnu parketi mikla yfirburði yfir plastparketið þar sem gólfefnið endist og endist og endist.
  • Plastparket: MÍNUS – það er ekki auðvelt að viðhalda plastparketi.  Ef keypt er smelluplastparket sem kemur í stykkjum/borðum, er væntanlega ekki möguleiki að því að skipta út skemmdum borðum.   Þó að það sé hægt, þarf ekki endilega nýja stykkið að passa við eldra plastparket vegna þess að það gæti verið upplitað vegna sólarljóss og vegna aldurs.  Þ.a.l. gæti viðgerðin stungið í stúf við eldra gólfefni.

 

Útlit heimilis fer oft eftir vali á gólfefnum, hvort sem valið er hefðbundið parket eða plastparket, valið er ávallt eigandans.  Berið ávallt saman kosti og galla, gerið kröfur og verið raunsæ gangvart viðfangsefninu.  Finnist á heimilinu gæludýr, ung börn eða stór fjölskylda, getur það haft mikil áhrif á val gólfefna.

Skíni sól beint á gólfið, getur hefðbundið parket upplitast þar sem það er mun náttúrulegra gólfefni, á meðan plastparket er oft með UV vörn á yfirborðinu.  Taka skal með í reikninginn alla þessa hluti svo hver og einn geti lifað í sátt við sitt gófefni til frambúðar.

 

About the Author

Heiðar Kristinsson

Með mikla starfsreynslu: Höfundur er menntaður Tölvufræðingur, viðskiptafræðingur og með meistaragráðu í stefnumótun og stjórnun frá háskólanum í Aarhus Danmörku. Höfundur hefur um 25 ára starfsreynslu sem sölumaður, viðskiptastjóri, sölustjóri, sölu- og markaðsstjóri og fjármálaráðgjafi ásamt því að hafa stundað smíðavinnu frá unga aldri.

Visit Us On FacebookVisit Us On PinterestVisit Us On YoutubeVisit Us On TwitterVisit Us On Google Plus