Með hækkandi sólu þarf að huga að ýmsum þáttum eins og t.d. sólpallinum eða skjólveggnum. Til þess að halda fallegum og góðum palli sem nýtur sín vel í garðinum er gott að viðhalda honum vel. Með meðfylgjandi myndbandi sýnir BYKO þeirra útgáfu yfir hvað þarf að hafa í huga áður en við hefjumst handa og hvernig best er að viðhalda pallinum.
Aftur á móti getur vel verið að sólpallurinn sé það illa farinn, eða hefur ekki fengið viðhald það lengi, að best sé einfaldlega að slípa hann upp og byrja upp á nýtt. Til þess að útlitið haldist fallegt þarf að koma nýrri viðarvörn á hann aftur. Stögugt áreiti útfjólublárra geisla sólar, veðurs og vinda verður til þess að sólpallar, sem ekki fá reglulegt viðhald upplitast, springa og verpast. Sólpallur sem fær reglulegt og gott viðhald lítur ekki aðeins betur út, hann endist líka mun lengur.
Parketslípun Íslands getur boðið pallaslípun þar sem eldri pallaolía eða pallaefni eru hreinsuð af, sólpallurinn slípaður upp og borið á hann á ný.
Með sólpallaslípun verður sólpallurinn eins og nýr á eftir. Fyrir þá sem hafa hug á því, þarf að panta tíma með góðum fyrirvara þar sem veður yfir sumartíman á Íslandi eru oft vætusöm – þá er ekkrt hægt að gera.
Pantaður frítt verðmat – 456-2006
heidar@parketslipunislands.is