Verkefnið
Parketslípun Íslands fékk það verkefni að meta þetta parket, hvort hægt væri virkilega að gera við það. Í þessu myndbandi sést hvernig gólfefnið leit út og hvernig það lítur út í dag. Verkefnið var unnið í júní mánuði 2015 og eigandinn var vonum framar eftir að verkinu var lokið. Í þessu tilfelli pantaði eigandinn frítt verðmat og eftir að hann hafði heyrt að það væri hægt að gera við parketið tók hann tilboði í að láta slípa. laga og lakka þrjár umferðir. Eiganda var ráðlagt af gólfefnaverslun að láta frekar slípa gólfið í stað þess að skipta þessu parketi út fyrir nýtt, þetta væri það fallegt gólfefni.