Parketgólf slitna með tímanum eins og teppi eða dúkar. Gólfefnaval hefur boðið upp á heildarlausn í slípun og lökkun með umhverfisvænum efnum. Sífellt fleiri endurslípa gamla parketið.
Metum ástand parketsins
„Í samvinnu við Bona og Félag íslenskra parketmanna hefur Gólfefnaval boðið upp á námskeið fyrir fagmenn í parketslípun, lökkun og bæsun fyrir parket sem hafa mælst vel fyrir. Við bjóðum fólki að starfsmenn Gólfefnavals komi þar metum við ástand parketsins og leggjum síðan til hvað hægt sé að gera og hvað sé hagkvæmast að nota á parketið. Þá eru einnig fáanleg efni eins og Bona Refresher og Bona Freshen Up sem fólk getur sjálft borið á parketið til að endurvinna gljáa án þess að slípa það,“ útskýrir Gunnar Þór.„Ef viðargólfið er hins vegar illa farið bendum við á fagmenn sem hafa fengið kennslu í meðferð þeirra efna sem Gólfefnaval býður upp á. Með tækjabúnaði frá Bona, getum við boðið upp á nánast ryklausa parketslípun. Í rannsóknastofum, bókasöfnum og skrifstofum eru gerðar kröfur um að ryki sé haldið í lágmarki, rykfrí parketslípun sparar fmikla vinnu við þrif eftir að parketið hefur verið slípað og lakkað.
Í 90% tilfella eru þau parket sem seld hafa verið á Íslandi undanfarin 20 ár slípanleg tvisvar til þrisvar sinnum. Það er því upplagt að skoða hvort ekki sé hægt að slípa upp gamla parketið og gera það sem nýtt. Það er mun ódýrara að endurslípa parketið heldur en kaupa nýtt parket, segir Gunnar Þór.
(mbl.is, 6 maí 2011)