Val á viðargólfi sýnir ábyrgð í umhverfismálum. Val á gólfi frá Kährs er jafnvel enn snjallari og grænni kostur.
Kährs er einn elsti framleiðandi viðargólfa. Hann er einnig einn þeirra fremstu í nýsköpun. Margar nýjungar okkar eru sprottnar af metnaði okkar til að stuðla að betra umhverfi, eins og þegar lagskipt viðargólf var fyrst kynnt 1941. Allir manngerðir hlutir hafa áhrif á umhverfið. Til að vinna á móti þessum áhrifum höfum við tekið upp vistvæna nálgun sem á við um allt sem við gerum.Viðurinn sem við notum er næstum allur frá Norðurlöndum og Evrópu, þar sem vöxtur er langt umfram uppskeru.
Birgjar eru valdir meðal fyrirtækja sem hafa FSC (Forest Stewardship Council) eða PEFC (Program for the Endorsement of Forest Certification) vottorð eða jafngildi þeirra. Við gerum einnig þá
kröfu til birgja okkar að þeir skrifi undir starfsreglur Sameinuðu þjóðanna fyrir birgja og samninga Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO).
Lagskipta samsetningin gerir okkur kleift að nýta til fulls hvern trjábol, þannig að við þurfum minna efni en við framleiðslu gegnheils viðargólfs. Þetta, ásamt fleiri aðgerðum, varð til þess að Kährs hlaut ISO 14001 vottun um umhverfisstjórnun árið 1997. Það er einmitt slík hollusta sem gerir okkur kleift að skapa og framleiða gólfefni sem eru ekki aðeins falleg heldur stuðla einnig að velferð komandi kynslóða.
(Birgisson ehf, 2014)