banner

Fróðleikur um hreinsun á parketi

Fróðleikur um hreinsun á parketi

 

Hvernig á að þrífa parketgólf ?

Lakkað parket og trégólf
Daglega er best að þrífa með þurrþveglum eða ryksuga. Ef ryksuga er notuð þarf að gæta þess að burstinn sé heill og óskemmdur. Öðru hverju er nauðsynlegt að þvo gólfið. Það er óhætt að bleyta parketið, en varast ber að hafa tuskuna rennandi blauta og þurrka fljótt á eftir. Gætið þess, að á lakkað parket á aðeins að nota sápur sem ætlaðar eru fyrir lökkuð parketgólf, Floorex POLY CARE eða sambærilegt. Fáið rétta sápu hér hjá Parketslípun Íslands. Ekki skal nota feitar sápur sem ætlaðar eru á lútuð eða olíuborin viðargólf til að þrífa lakkað parket. Þannig sápur skilja eftir sig fituhúð á gólfinu þannig að það lítur út fyrir að vera óhreint.

Olíuborið parket og trégólf
Olíuborið parket ætti helst ekki að þvo fyrsta mánuðinn eftir að það hefur verið olíuborið. Vitaskuld getur þurft að þvo fyrr en þá skal gæta þess að nota eins lítið vatn og mögulegt er og helst ekki sápu. Daglega er best að þrífa með þurrþveglum eða ryksuga. Ef ryksuga er notuð þarf að gæta þess að burstinn sé heill og óskemmdur. Öðru hverju er nauðsynlegt að þvo gólfið. Það er óhætt að bleyta olíuborið parket eftir fyrsta mánuðinn, en varast ber að hafa tuskuna rennandi blauta og þurrka fljótt á eftir. Olíuborið parket á aðeins að þvo með feitum sápum, t.d. grænsápu eða sápum sem sérstaklega eru framleiddar fyrir olíuborin eða lútuð parketgólf. Gætið þess að nota aldrei sterka sápu eða hreingerningarlög á olíuborið parket. Gæta þarf þess að endurolíubera eða vaxbera olíu/vaxborin parketgólf. Hjá okkur fáið þið allt sem til þarf.

(www.parki.is)

About the Author

Heiðar Kristinsson

Með mikla starfsreynslu: Höfundur er menntaður Tölvufræðingur, viðskiptafræðingur og með meistaragráðu í stefnumótun og stjórnun frá háskólanum í Aarhus Danmörku. Höfundur hefur um 25 ára starfsreynslu sem sölumaður, viðskiptastjóri, sölustjóri, sölu- og markaðsstjóri og fjármálaráðgjafi ásamt því að hafa stundað smíðavinnu frá unga aldri.

Visit Us On FacebookVisit Us On PinterestVisit Us On YoutubeVisit Us On TwitterVisit Us On Google Plus